HVAÐ FINNUR ÞÚ Í BÓKINNI?

Fyrsta markmið Viltu finna milljón? er að fólk geti aflað sér þekkingar á stuttum tíma og nýtt hana til að taka betri ákvarðanir tengdar fjármálum.

Hér á við fornt kínverskt máltæki: „Þekktu óvininn og þekktu sjálfan þig; þá muntu vinna 100 orrustur.”

Meiri þekking sýnir okkur að víða má finna fé. Í þessu felst til dæmis þekking á eyðslu okkar, lánum, tryggingum, fjárfestingum, sparnaðarleiðum og markmiðum en ekki síður þekking á okkur sjálfum, viðhorfum, væntingum og tilfinningum.

Bókinni er skipt upp í níu kafla með mismunandi áherslur. Þú þarft ekki að lesa þá í réttri röð heldur er hægt að grípa í þá eins og þér henta en kaflarnir taka fyrir flest allt sem viðkemur fjármálum í þínu daglega lífi.

  • FJÁRMÁL OG ÉG

    Hugmyndir, tengsl og peningahegðun þín og maka ykkar.

  • BÖRN OG FJÁRMÁLAUPPELDI

    Aðferðir til að ræða fjármál á árangursríkan hátt við börnin sín.

  • AÐ FINNA PENINGA

    Hvernig þú getur sett þér fjárhagsleg markmið og búið til áætlun til að ná því.

  • TEKJUR

    Hugmyndir að ýmsum leiðum til að auka tekjur þínar.

  • SKULDIR

    Helstu tegundir lána, kostir og gallar, leiðir til að borga upp skuldir og hvernig þú getur bætt lánshæfismatið þitt.

  • SPARNAÐUR

    Hundruð sparnaðarráða sem við koma flestum hlutum í þínu daglega lífi.

  • FJÁRFESTINGAR

    Upplýsingar um ýmsar leiðir fjárfestinga.

  • MARKMIÐABLÖÐ

    Blöð sem hjálpa þér að ná markmiðum þínum í sparnaði og niðurgreiðslu skulda.

  • FJÁRMÁLA-ORÐABÓK

    Skýringar á algengum hugtökum sem notuð eru í umfjöllun og í tengslum við fjármál.

Annað markmið bókarinnar er að vera ekki leiðinleg.

Þess vegna er hún full af fróðleik, viðtölum við áhugavert fólk og ýmsum furðusögum. Þetta er gert í þeim tilgangi svo að mennski heilinn þinn haldi athygli við lesturinn. Fjár- mál þurfa ekki að vera leiðinleg, þvert á móti geta þau verið skemmtileg. Þegar þú breytir hugarfari þínu gagnvart fjármálum getur orðið gaman að skoða þau og sjá jafnvel upphæðina á bankabókinni hækka. Flestir upplifa að eftir því sem þeir ná betri tökum á fjármálunum öðlast þeir meiri hugarró.

Þriðja markmið bókarinnar er að kveikja upp í þér metnað og baráttuanda.

Líkt og áður er ekki nóg að búa yfir þekkingu, þú þarft líka réttu tilfinningarnar til að koma hlutunum í verk. Þegar baráttuandi og þekking leggjast í eina sæng nærðu árangri sem þú hefðir ekki geta ímyndað þér.

HÖFUNDAR

  • HREFNA BJÖRK SVERRISDÓTTIR

    Hrefna er menntaður viðskiptafræðingur með brennandi áhuga á fjármálum og ýmsum hliðum fjárhagslegrar heilsu. Hún hefur í gegnum tíðini komið á fót ýmsum fyrirtækjum ásamt því að starfa um langan tíma við útgáfu fjölmiðla. Henni finnst fátt skemmtilegra en að að miðla gagnlegum upplýsingum til fólks á léttan og áhugaverðan hátt.

  • GRÉTAR HALLDÓRSSON

    Grétar er áhugamaður um fjárhagslegt sjálfstæði og atferlishagfræði. Hann býr á Selfossi ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Hann hélt lengi vel út bloggi um vegferð sína í átt að fjárhagslegu sjálfstæði er hann ákvað að borga niður húsnæðislánið sitt. Í frístundum stundar hann lestur, stjörnuljósmyndun og framleiðir íslenskt hægvarpsefni sem kom m.a. fyrir á Viðskiptaþingi 2022.