1 af 5

Hundruð sparnaðarráða

Af hverju að gefa fyrirtækjum út í bæ tugi ef ekki hundruð þúsunda af tekjunum okkar á ári ef að við getum auðveldlega komist hjá því ... er ekki betra að njóta peninganna okkar sjálf?

Viltu finna milljón? Gefur þér fjölmargar aðferðir til að minnka kostnað og auka tekjur.

Bókin inniheldur hundruði sparnaðarráða um allt sem viðkemur okkar daglega lífi eins og að fjölskyldu, matarinnkaupum, rekstur heimilis, framkvæmdum, ferðalögum, tryggingum, kaup- og sölu fasteigna, samgöngum, veislum o.s.frv.

Í bókinni má einnig finna ráð þegar kemur að því að auka tekjur auk almennrar upplýsinga um allt það helsta sem við kemur peningum eins og lánum og almennum fjárfestingum.

Bók fyrir alla þá sem sýsla með peninga.

HVAÐ FINNUR ÞÚ Í BÓKINNI?

Fyrsta markmið Viltu finna milljón? er að fólk geti aflað sér þekkingar á stuttum tíma og nýtt hana til að taka betri ákvarðanir tengdar fjármálum.

Hér á við fornt kínverskt máltæki: „Þekktu óvininn og þekktu sjálfan þig; þá muntu vinna 100 orrustur.”

Meiri þekking sýnir okkur að víða má finna fé. Í þessu felst til dæmis þekking á eyðslu okkar, lánum, tryggingum, fjárfestingum, sparnaðarleiðum og markmiðum en ekki síður þekking á okkur sjálfum, viðhorfum, væntingum og tilfinningum.

Bókinni er skipt upp í níu kafla með mismunandi áherslur. Þú þarft ekki að lesa þá í réttri röð heldur er hægt að grípa í þá eins og þér henta en kaflarnir taka fyrir flest allt sem viðkemur fjármálum í þínu daglega lífi.

  • FJÁRMÁL OG ÉG

    Hugmyndir, tengsl og peningahegðun þín og maka ykkar.

  • BÖRN OG FJÁRMÁLAUPPELDI

    Aðferðir til að ræða fjármál á árangursríkan hátt við börnin sín.

  • AÐ FINNA PENINGA

    Hvernig þú getur sett þér fjárhagsleg markmið og búið til áætlun til að ná því.

  • TEKJUR

    Hugmyndir að ýmsum leiðum til að auka tekjur þínar.

  • SKULDIR

    Helstu tegundir lána, kostir og gallar, leiðir til að borga upp skuldir og hvernig þú getur bætt lánshæfismatið þitt.

  • SPARNAÐUR

    Hundruð sparnaðarráða sem við koma flestum hlutum í þínu daglega lífi.

  • FJÁRFESTINGAR

    Upplýsingar um ýmsar leiðir fjárfestinga.

  • MARKMIÐABLÖÐ

    Blöð sem hjálpa þér að ná markmiðum þínum í sparnaði og niðurgreiðslu skulda.

  • FJÁRMÁLA-ORÐABÓK

    Skýringar á algengum hugtökum sem notuð eru í umfjöllun og í tengslum við fjármál.

Annað markmið bókarinnar er að vera ekki leiðinleg.

Þess vegna er hún full af fróðleik, viðtölum við áhugavert fólk og ýmsum furðusögum. Þetta er gert í þeim tilgangi svo að mennski heilinn þinn haldi athygli við lesturinn. Fjár- mál þurfa ekki að vera leiðinleg, þvert á móti geta þau verið skemmtileg. Þegar þú breytir hugarfari þínu gagnvart fjármálum getur orðið gaman að skoða þau og sjá jafnvel upphæðina á bankabókinni hækka. Flestir upplifa að eftir því sem þeir ná betri tökum á fjármálunum öðlast þeir meiri hugarró.

Þriðja markmið bókarinnar er að kveikja upp í þér metnað og baráttuanda.

Líkt og áður er ekki nóg að búa yfir þekkingu, þú þarft líka réttu tilfinningarnar til að koma hlutunum í verk. Þegar baráttuandi og þekking leggjast í eina sæng nærðu árangri sem þú hefðir ekki geta ímyndað þér.