Höfundar
Hrefna er menntaður viðskiptafræðingur með brennandi áhuga á fjármálum og ýmsum hliðum fjárhagslegrar heilsu. Hún hefur í gegnum tíðini komið á fót ýmsum fyrirtækjum ásamt því að starfa um langan tíma við útgáfu fjölmiðla. Henni finnst fátt skemmtilegra en að að miðla gagnlegum upplýsingum til fólks á léttan og áhugaverðan hátt.
Grétar er áhugamaður um fjárhagslegt sjálfstæði og atferlishagfræði. Hann býr á Selfossi ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum. Hann hélt lengi vel út bloggi um vegferð sína í átt að fjárhagslegu sjálfstæði er hann ákvað að borga niður húsnæðislánið sitt. Í frístundum stundar hann lestur, stjörnuljósmyndun og framleiðir íslenskt hægvarpsefni sem kom m.a. fyrir á Viðskiptaþingi 2022.